Færsluflokkur: Bloggar
9.2.2008 | 18:49
Hvað hef ég verið að gera af mér???
Jú, ég hef verið að gera mikið af mér síðustu daga en ekkert spennandi!!!
hmmm, látum okkur sjá.. læra, læra og læra.. Og svo er ég í vettvangsnámi !!!
Hefur hugtakið um að koma fram við náungan eins og þú vilt að hann komi fram við þig alveg gleymst?? Mér finnst það einhvern veginn.
Á morgun er ég að fara í afmæli hjá rosa sætri skvísu, Evu Katrínu og svo læra heilan helling.
Hverju get ég logið núna?? Jú Ari og Svana eru að fara að flytja til DK 16. Feb. Ég á eftir að kveðja þau með tárin í augunum...
En er þetta ekki bara nóg af engu...
In & oUt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2008 | 11:41
Nóg að gera!!!
Núna er fyrsta vikan búin í vettvangsnáminu af sjö... - Það gengur allt vel þar og valdi ég mjög góðan leikskóla með góðum starfsmannaanda.
Síðustu helgi fórum við til Njarðvikiur í afmæli til mömmu, í gær var það svo afmæli hjá Svövu og næstu helgi verður það afmæli hjá ungri prinsessu sem heitir Eva Katrín.... Svo það eru bara búin að vera afmæli, afmæli og afmæli.
En ég verð að fara... ætla að fjárfesta í svolitlu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 14:09
Hvað er minniháttar líkamsárás?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.1.2008 | 04:16
Búin að snúa sólarhringnum gjörsamlega við....
Þá er maður orðin nátthrafn sem sefur á daginn.. hehe.. fór að sofa um klukkan sex í dag og vaknaði á miðnæti og er núna að reyna að finna mér eitthvað að gera.
Ingimagn til hamingju með afmælið... orðin 16 ára.. það er ekkert smá.
Í dag skellti ég mér á ömurlegustu útsölu ever... Ég ætlaði að gera góð kaup og versla mér föt í NEXT en mátti ekki máta þau. Ný stefna hjá þeim þar sem að mátunarklefinn er lokaður á fyrsta degi útsölunar vegna þess að rannsóknir sýna að það myndist raðir og bla bla bla... Hver kaupir föt án þess að fá að máta þau?? Allavega ekki ég.. svo maður verslaði ekki neitt... Er enþá að reyna að sjá hver þjónustan við kúnnann er þegar hann má ekki máta. En allavega þá máttu skila fötunum aftur innan sjö daga, og standa í röð til þess og svo fara að máta önnur föt og athuga hvort að þau passi eða að þér líki þau... Djöfull er þetta asnalegt.. Hvort á eftir að mynda lengri raðir, að skila og máta næstu sjö daga eða fá að máta fötinn bara strax??
En nenni ekki að tjá mig meira núna... að vaska upp er skemmtilegra en að skrifa um svona skíta þjónustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svo ég spyrja nú bara auðveldar spurningar...
Hvernig á ungt fólk að hafa efni á því að kaupa sér íbúð án þess að þurfa að vinna eins og asnar alla sína ævi????
Ég er sko orðin verulega þreytt á að íbúðaverð og rekstur heimilis haldist engan vegin við laun fólks í dag... Hvernig á fólk að geta lifað á þeim launum sem þau fá í dag miðað við hvað allt kostar???
Ég þarf að vinna lottóvinning!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ömurlega litla æðislega Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2007 | 01:59
Jólaball með englunum mínum :)
Í dag skellti ég mér á jólaball með englunum mínum, Bárð Árna, Þórey Elírós, Katrínu Klöru og Alexander Diego. Það var ógeðslega gaman enda eru þessi börn algjörir gullmolar.
Vá, ætlaði sko að blogga en er ekki að nenna því...
Geri það bara LATER.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2007 | 15:24
Jólafrí....
Jæja, þá er skólinn búinn... og maður farin að bíða eftir einkunnum.... Sem koma einhvern tímann í janúar.. hehe..
Liverpool vann stórglæsilegan sigur í gær og ég er í heimsókn hjá mömmu, að fara að baka piparkökur og skrifa jólakort með mömmu, Tótu, Ingimagn og Þórey...
Mikið gaman, mikið fjör.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2007 | 04:17
Próflestur - mikið þreytt...
Mikið rosalega er gaman að vera í lokaprófum!!! Klukkan er orðin 4:14 á fimmtudagsnótt og maður situr ennþá við tölvuna að læra. Er að rembast við að svara spurningum við gátlista sem að við fengum, langar svo að klára hann áður en ég fer að sofa, en sé alls ekki fram á það.
Svo getur maður verið utan við sig, átti að skila lokaverkefninu í dag og gleymdi því.. Úps, vonandi að það sé í lagi að skila því á morgun... vonandi, smoðandi...
Jæja, best að hætta að blogga, halda áfram að rembast við þessa fræðilegu ensku og drepast úr vöðvabólgu...
in & out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2007 | 12:56
Víkurfréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 23:38
Djöf.... ég tapaði í PES
- þessi segir allt sem segja þarf í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar