Búin að snúa sólarhringnum gjörsamlega við....

Þá er maður orðin nátthrafn sem sefur á daginn.. hehe.. fór að sofa um klukkan sex í dag og vaknaði á miðnæti og er núna að reyna að finna mér eitthvað að gera.

Ingimagn til hamingju með afmælið... orðin 16 ára.. það er ekkert smá.

 Í dag skellti ég mér á ömurlegustu útsölu ever... Ég ætlaði að gera góð kaup og versla mér föt í NEXT en mátti ekki máta þau. Ný stefna hjá þeim þar sem að mátunarklefinn er lokaður á fyrsta degi útsölunar vegna þess að rannsóknir sýna að það myndist raðir og bla bla bla...  Hver kaupir föt án þess að fá að máta þau?? Allavega ekki ég.. svo maður verslaði ekki neitt... Er enþá að reyna að sjá hver þjónustan við kúnnann er þegar hann má ekki máta. En allavega þá máttu skila fötunum aftur innan sjö daga, og standa í röð til þess og svo fara að máta önnur föt og athuga hvort að þau passi eða að þér líki þau... Djöfull er þetta asnalegt.. Hvort á eftir að mynda lengri raðir, að skila og máta næstu sjö daga eða fá að máta fötinn bara strax??

En nenni ekki að tjá mig meira núna... að vaska upp er skemmtilegra en að skrifa um svona skíta þjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og vinkona mín fórum einu sinni á útsölu í NEXT og komumst nottla að því að við máttum ekki máta....eeeen við mátuðum bara samt, eða allavega vinkona mín, ég keypti ekki neitt. Við vorum bara í rýminu fyrir framan mátunarklefana...þar sem setustofan er...og þar mátaði vinkona mín nokkrar buxur og boli. Það voru líka fleiri konur að máta þarna....ekki var okkur bannað að máta fötin FYRIR FRAMAN mátunarklefana! :p En ég er samt alveg sammála þér...það er ekki hægt að kalla þetta þjónustu ef kúnnarnir mega ekki máta!!

Eyrún (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Heida
Heida
Hugmyndaríkur villingur sem hefur áhuga á að vera með fjölskyldu, vinum, ferðast og fótbolta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband