Færsluflokkur: Bloggar

Of mikið að gera til þess að blogga.

Er að drukkna í vinnu en ákvað að skella hérna inn örfáum setningum áður en vinnudagurinn byrjar, sem er kl 11 - 00:30.

Garðurinn hjá mömmu og pabba er að verða mjög flottur og það er loksins búið að gera afsal hjá þeim.

Bryndís og Helder eru loksins komin með íbúð... jýbbí til hamingju

Tóta mín var að koma frá útlöndum, svaka brún og flott þessi elska.

Ingimagn komst inn í FS sem er náttla bara geggjað, klár strákur.

Og Loftur komst inn í alla þá háskóla sem hann hafði áhuga á. HÍ, HR og Bifröst. Hmmm.. hvað ætli snillingurinn minn hafi valið. Hann valdi að fara í Bifröst svo þangað flytjum við í Ágúst.

Later in & out.


Hjálparbeiðni..

Vinsamlegast komið þessu áfram.

Margt smátt, gerir eitt stórt.

Væru' þið til í að láta þetta berast áfram til allra sem hugsanlega geta hjálpað þeim í þessari erfiðu baráttu fyrir lífi Ellu Dísar.

 

 

 

 

  p3230285

 

Kæru velunnarar.

Ég sendi ykkur þessa beiðni fyrir mig og dóttur mína sem heitir Ella Dís Laurens og er 2 ára sem haldin er ólæknandi hrörnunarsjúkdómi.
Ella Dís fæddist 2 janúar 2006 sem heilbrigð stúlka og fór ekki að sýna einkenni fyrr enn í júní 2007. Þá byrjaði hún að detta og setti ekki hendur fyrir framan sig til að verjast falli.
Ég var farin að hafa áhyggjur og þegar ég fór með hana í 18 mánaða skoðun haustið 2007 var heilsugæslulæknirinn líka sammála mér þar sem hún datt beint á andlitið hjá honum.
Hann sendi beiðni til taugalæknis um nánari skoðun og þá hófst ferlið.

Í byrjun október 2007 var litla dúllan mín greind með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm. Enn er ekki búið að komast að hvaða gen eða litningar eru að valda þessari hröðu hrörnun.
Eina sem við vitum er að þetta sé í framhorni mænunnar og veldur því að vöðavarnir eru ekki að fá nein taugaboð og hrörna og deyja.

Í dag 7 mánuðum seinna er henni að versna hratt. Að okkar mati of hratt og því hef ég tekið þá ákvörðun að reyna fara með hana til Kínaí stofnfrumumeðferð.
Hér getið þið lesið aðeins um það:www.stofnfrumur.is).
En þetta er það eina sem mögulega gæti BJARGAÐ lífi hennar eins og staðan er í dag eða leyft henni að lagast töluvert frá því sem hún er í dag.
Af þeim 100 sjúklingum sem hafað farið í þessa meðferð þarna úti hafa 86 fengið töluverðan bata. Hér er linkur á spítalann:www.stemcellschina.com

En sú meðferð er mjög kostnaðarsöm og kostar meðferðin tvær og hálfa milljón og er það bara spítalakostnaður, síðan er ferðarkostnaður og uppihald.
Ég geri ráð fyrir að kostnaðurinn við þessa ferð fari ekki undir 4 milljónir með öllu.

Mig langar að biðja alla þá sem sjá sér fært að hjálpað mér með því að leggja inn á styrktarreikning Ellu Dísar sem ég hef stofnað í tilefni þessarar ferðar. Margt smátt gerir eitt stórt.
Reikningur: 0525-15-020106
Kennitala: 020106-3870


Skólinn búinn, vinnan að taka við.

Skólinn er loksins búinn og maður getur farið að þéna smá peninga til að safna fyrir eitt stykki brúðkaupi.

Ég byrja að vinna á þriðjudaginn og get ekkert sagt að ég hlakki neitt mikið til. En mig hlakkar til að fá útborgað.

Svo núna er bara eitt ár eftir þangað til að ég er búin með b.ed. gráðuna mína í kennaraháskóla íslands. Eitt ár... hlakka mikið til þess að þetta klárist allt saman.

En ég er þreytt. Er að spá í að fara aftur að sofa. Vaknaði bara við símann.


Til hamingju með afmælið, prins Bárður Árni!!!

Hann á afmæli í dag,

Hann á afmæli í dag.

Hann á afmæli,

hann Bárður.

Hann á afmæli í dag.

Litli/stóri frændi minn og besti vinur á afmæli í dag, 11 ára.

Til lukku, hlakka til að hitta þig sæti.


Próflestur

Jæja, þá fer maður að leggja lokahönd á annað árið í kennó og maður fer að vinna.

Ég verð að vinna á sama stað og venjulega. Það var nefnilega mjög sæt stelpa sem talaði mig til, þó að ég hafi margsagt nei takk. Það er samt alltaf gaman að vera vel liðin í vinnu og gengið á eftir manni. Það segir hversu góður starfsmaður maður er.

Jæja, þá kveð ég í bili með þeim orðum.

Ég er fiskur, ég er ekki fiskur, ég er fiskur, ég er ekki fiskur, ég er fiskur, ég er ekki fiskur, ég er fiskur.. Bara plata... ég er hafmeyja.


Er bloggið mitt dautt??

Jæja, það er orðið langt síðan ég skrifaði hérna inn og margt gerst á þessum tíma.

Mig langar rosalega mikið til að skrifa allt sem hefur gerst en nenni því einfaldlega vegna þess að ég er svo svöng. Þess í stað er ég að spá í að rulla á stylinn og fá mér steik eða pítu í boði nýju vinnunnar.

Ég er byrjuð í tveimur nýjum vinnum með skólanum og er önnur þeirra hjá Sko/Hive.

Hmmm...... Já, ég og Loftur fjárfestum í reiðhjólum á mánudaginn og höfum farið út að hjóla á hverjum degi síðan, bæði til skemmtunar og til að koma okkur í form.

En hungrið segir til sín..... og á von á gestum í kvöld. SVO LATER.....  


Blogg

Halló fólks, ég er á lífi...

Hef ekki tíma fyrir lengra blogg....

Later peepls.....

in&out


Er ekki komin tími til heimfarar??

Ég veit að þið lesið þetta svo Ari og Svana, nú eruð þið búin að vera nógu lengi í DK... komið bara heim...

Hehe!!!!


Liverpool, Liverpool, Liverpool !!!!!!

Ég er sko stoltur stuðningsmaður Liverpool núna!!!!!!

Smile 

LIVERPOOL


Næsta síða »

Höfundur

Heida
Heida
Hugmyndaríkur villingur sem hefur áhuga á að vera með fjölskyldu, vinum, ferðast og fótbolta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband